Astier de Villatte
Reykelsi Atelier de Balthus
Reykelsi Atelier de Balthus
Couldn't load pickup availability
Share
Það sem gerir reykelsin frá Astier de Villatte sérstök er að þau segja sögu byggða á ferðalögum um heiminn. Þau eru handgerð frá grunni í Japan þar sem farið er eftir aldagamallli aðferð og því hver og einn ilmur u.þ..b. 3 vikur í vinnslu. Þetta eru allt ilmir sem dásama staðinn sem þeir eru byggðir á.
Vinnustofa listmálarans Balthus, panelklædd í söguríku húsi, staðsett í svissnesku ölpunum, tíminn virðist hafa stoppað. Burstar, strigar, tuskur blautar af hörfræolíu og málningarpottar einkenna vinnustofuna í bland við lykt af terpentínu, hunangi, cedrus við, tóbaki og patchouli. Ekki léttur en ekki of þungur, bara fullkominn.
Hvert box inniheldur um 125 stykki og brennslutími hvers er um 30 mínútur



