Um Nielsen Sérverzlun

Nielsen Sérverzlun er einstök verzlun með fjölbreytt úrval gjafavara. Mikið er lagt upp úr því að velja fallegar og skemmtilegar vörur, vandað handverk, bæði íslenskt og erlent ásamt faire trade vörum. Verzlunarleiðangurinn á að vera upplifun sem nærir öll skilningarvitin, veitir innblástur fyrir heimilið og gefi ótal gjafahugmyndir. 
Nafnið á verzluninni er sótt aftur til ársins 1955. Það ár, þann 5.nóvember var opnuð verzlun undir nafninu Hjörtur Nielsen í Templarasundi 3 og var sérverzlun með Kristalvörur og Postulín. Hún var rekin af Hirti Nielsen kaupmanni, afa Lailu sem er eigandi Nielsen Sérverzlun. Laila var mjög náin afa sínum og varði miklum tíma með honum í verzlun hans og átti sér þann draum að einn dag myndi hún sjálf eiga og reka sína eigin verzlun. Nielsen Sérverzlun nafnið er til heiðurs honum.