Nielsen Sérverzlun er einstök verzlun með fjölbreytt úrval gjafavara. Mikið er lagt upp úr því að velja inn fallegar og skemmtilegar vörur, vandað handverk, bæði íslenskt og erlent ásamt faire trade vörum. Verzlunarleiðangurinn á að vera upplifun sem nærir öll skilningarvitin, veitir innblástur fyrir heimilið og gefi ótal gjafahugmyndir.
Nafnið á verzluninni er sótt aftur til ársins 1955. Það ár, þann 5.nóvember var opnuð verzlun undir nafninu Hjörtur Nielsen í Templarasundi 3 og var sérverzlun með Kristalvörur og Postulín. Hún var rekin af Hirti Nielsen kaupmanni, afa Lailu sem er eigandi Nielsen Sérverzlun. Laila var mjög náin afa sínum og varði miklum tíma með honum í verzlun hans og átti sér þann draum að einn dag myndi hún sjálf eiga og reka sína eigin verzlun. Nielsen Sérverzlun nafnið er til heiðurs honum.

ALLAR VÖRUR
Nielsen Sérverzlun leggur áherslu á fjölbreytni í vöruúrvali og finnst gaman að...
Vörurnar í Nielsen Sérverzlun koma frá öllum heimshornum, það gerir verzlunina mjög fjölbreytta og ættu því allir að geta fundið fallega hluti sem henta þeim. Merkin koma frá litlum fyrirtækjum sem einblína á fegurð og fágun í þeirra hönnun.
-
FIÐRILDI & SKORDÝR
DMW fyrirtækið er með gott úrval af framandi fiðrildum og skordýrum ásamt...
-
SOKKAR & TÖSKUR
Hágæða sokkar frá franska fyrirtækinu Bonne Maison sem framleiðir þá í Frakklandi...
-
POSTULÍN & KERAMIK
Postulín & keramik eru alltaf áhugaverð hráefni, með þeim er hægt að...
-
SKISSUBÆKUR
Slow fyrirtækið býr til fallegustu skissubækurnar, þær eru svo fagrar að fólk...
HANDGERÐIR FUGLAR
Einstaklega fallegir handgerðir fuglar eftir Jón Æ. Karlsson. Jón er fyrrverandi kennari en hefur nú tileinkað tíma sínum í að skapa fallega fugla úr við. Efniviðurinn sem hann notar er Linditré, Elri og Birki, einnig notar hann blóðsteina í augun á fuglunum sem gerir þá enn raunverulegri.
-
Uppseld
Músarrindill
Regular price 29.900 ISKRegular priceUnit price perUppseld -
Uppseld
Steindepill
Regular price 29.900 ISKRegular priceUnit price perUppseld