Collection: Hrafnkell Birgisson

Vöruhönnuðurinn Hrafnkell Birgisson er alveg snillingur í að skapa fallega hluti úr gömlum hlutum sem hann finnur á flóamörkuðum í Evrópu.  Hábollinn er kannski hans þekktasta vara þar sem hann notar antík bolla og umbreytir þeim í hábolla, semsagt bolla á fæti.  Eins nýtir hann undirskálarnar og breytir þeim í fallegan kertastjaka. Þar sem þessar vörur eru búnar til úr gömlu þá er oftast aðeins til eitt af hvoru sem gerir hlutinn meira spennandi.