Tierra Zen fyrirtækið sérhæfir sig í hágæða reykelsum, það byrjaði þegar eigandinn Angel Chamorro ferðaðist til Miðausturlanda aðeins 21 árs til að vinna. Þar hitti hann fólk frá Írak, Egyptalandi, Japan og fleiri stöðum og kynntist vel þeirra menningu. Þegar hann fór aftur til Spánar vildi hann tengja menninguna sem hann upplifði í Miðausturlöndum við Spán og byrjaði innflutning á japönsku reykelsunum frá Nippon Kodo. Í byrjun voru þau aðeins þrjú en í dag flytur hann inn meira en þúsund tegundir. "Heimurinn þarf að næra skilningarvitin fimm og við getum hjálpað við það" segir Angel Chamorro.