Inouitoosh er fyrirtæki sem sérhæfir sig í textíl, hvort sem það eru treflar, töskur, púðar eða fylgihlutir. Vörurnar eru sannkallað listaverk enda margar hendur sem koma að hverjum hluti í sköpunarferlinu. Þau nota mikið af ull, silki og bómull og mynstrin þeirra eru eins og sviðsmynd. Þau nota mikið af dýrum, húsum og blómum og litapallettan þeirra er engri lík.