Collection: Astier de Villatte

Astier de Villatte fyrirtækið hefur ávallt lagt mikla áherslu á hágæða vörur sem segja sögu, hvort sem það eru hlutir handunnir úr terracotta leir,  ilmvötn og ilmkerti, ýmis smávara eða dásamlega góð reykelsi. Reykelsin segja sögu, ilmsögu og eru því engum lík. Þau eru öll handgerð frá grunni og hver og einn ilmur dásamar staðinn sem hann er byggður á. Eigendur Astier de Villatte hafa ferðast um heiminn til margra áhugaverða staða, náð að fanga ilminn sem einkennir hvern og einn stað og endurskapa hann í reykelsi, þau fara því með þig í ferðalag í gegnum lyktarskynið. Ilmirnir geta verið höfuðborgir, vinnustofa listmálara, óperu húsið í París, eyja fyrir utan Japan og fleiri víðs vegar um heiminn. Í hverjum kassa eru 125 stykki og brennur hvert þeirra í um 30 mínútur. Allir ilmirnir eru svo handgerðir og tekur hver og einn ilmur um 3 vikur í vinnslu, það er því lagt mikið uppúr gæðum á öllum sviðum og farið eftir aldagamalli hefði í vinnslu þeirra.  Þetta eru reykelsi sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og þeir sem hafa kynnst þeim vilja fátt annað.  Dásamlega falleg og ilmandi gjöf inná hvert heimili.

No products found
Use fewer filters or remove all